27. apr. 2020 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Starfsumhverfi

Með átakinu verði störf varin og helst fjölgað

„Það er sannarlega þörf á því að ráðast í svona átak þar sem landsmenn allir eru hvattir til að skipta við innlend fyrirtæki,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, í frétt RÚV en stjórnvöld og atvinnulífið hafa skrifað undir samning um kynningarátak þar sem markmiðið er að verja störf og auka verðmætasköpun undir heitinu Íslenskt - gjörið svo vel. 

Stjórnvöld verja 100 milljónum króna í átakið og segir Sigurður að atvinnulífið bæti við 62,5 milljónum króna. Hann segir að átakið verði fyrst og fremst í formi auglýsinga og verði hrint í framkvæmd eftir viku eða svo. Sigurður segir að með átakinu vonist menn til þess að verja störf og helst að fjölga þeim, jafnframt að auka verðmætasköpun og efnahagslegan stöðugleika.

Sigurður segir að heilt yfir hafi eftirspurn dregist talsvert saman. Landsmenn séu hvattir til að kaupa íslenska matvöru, ýmiss konar framleiðslu, þjónustu og hugbúnaðarlausnir. Þá er fólk hvatt til að skipta við innlenda verslun og ferðast innanlands í sumar.

RÚV, 26. apríl 2020.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.