Fréttasafn



27. mar. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Meira flutt út til Bandaríkjanna af lækningavörum en þorski

„Lífskjör landsmanna byggjast á því að hér séu framleidd verðmæti og seld á erlenda markaði. Bandaríkjamarkaður er sérstaklega mikilvægur fyrir hugverkaiðnaðinn sem stefnir í áframhaldandi vöxt, sem dæmi var meira flutt út til Bandaríkjanna af tækjum og vörum til lækninga en af þorski á síðasta ári. Íslensk stjórnvöld þurfa að beita virkri utanríkisstefnu sem miðar að því að halda greiðum aðgangi að mörkuðum fyrir íslenskar vörur, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, og lágmarka áhrifin á íslenskan efnahag,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, í frétt Morgunblaðsins um nýja greiningu SI. Hann bendir á að mikill vöxtur hafi verið í útflutningi íslenskra iðnaðarvara til Bandaríkjanna undanfarin ár og því ríkir hagsmunir í því að áfram verði greiður aðgangur að þeim mikilvæga markaði. Mikilvægt sé jafnframt að hafa í huga að allur álútflutningur frá Íslandi fari til Evrópu. 

Morgunblaðið, 27. mars 2025.

Morgunbladid-27-03-2025