Fréttasafn



2. feb. 2018 Almennar fréttir

Meiri bjartsýni um fjölgun starfa hjá minni fyrirtækjum

Í könnun sem framkvæmd var fyrir Litla Ísland og kynnt var á Smáþinginu sem haldið var á Hilton Reykjavík Nordica í gær kemur fram að rúmlega 40% lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi hyggjast fjölga starfsfólki á næstu 3-5 árum. Langflest eða rúmlega helmingur hyggjast fjölga um 2-4 starfsmenn en fjórðungur um 5-9 starfsmenn. Tæplega helmingur lítilla og meðalstórra fyrirtækja eða 48% hyggjast ekki gera breytingar á starfmannafjölda næstu árin en 10% hyggjast fækka starfsfólki. Þriðjungur hyggst fækka um 2-4 starfsmenn, fjórðungur um 5-9 og 22% hyggjast fækka um einn starfsmann. Bjartsýni um fjölgun starfa er meiri hjá minni fyrirtækjum en þeim stærri og stærri fyrirtæki hyggjast frekar fækka starfsfólki en þau minni.

Sjá nánar á vef SA

Konnun