Fréttasafn19. apr. 2024 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

Meistaradeild SI á Verk og vit

Í kynningarbás Meistaradeildar SI á Verk og vit er vakin athygli á meistaranum.is þar sem hægt er að finna meistara í eftirtöldum 13 meistarafélögum; Félag dúklagninga- og veggfóðrarameistara, Félag blikksmiðjueigenda, Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi, Meistarafélag Suðurlands, Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði, Málarameistarafélagið, Meistarafélag húsasmiða, Meistarafélag byggingarmanna á Suðurnesjum, Samtök rafverktaka, Múrarameistarafélag Reykjavík, Félag skrúðgarðyrkjumeistara, Meistarafélag byggingamanna Vestmannaeyja og Félag pípulagningameistara. 

Á sýningunni er fjöldi fyrirtækja sem sýna það nýjasta í byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum. Samtök iðnaðarins eru meðal bakhjarla sýningarinnar ásamt Byko, Landsbankanum, mennta- og barnamálaráðuneytinu og innviðaráðuneytinu.

SI_verk_og_vit_2024_opnun-18Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra, Árni Sigurjónsson, formaður SI, Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri SI, og Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, komu við í bás Meistaradeildar SI á Verk og vit þegar sýningin var opnuð í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal í gær.  

SI_verk_og_vit_2024_opnun-21

20240418_163122

20240418_162635