25. okt. 2019 Almennar fréttir Mannvirki Menntun

Meistarafélag húsasmiða styrkir Félag fagkvenna

Fulltrúar úr stjórn Félags fagkvenna kynntu starfsemi félagsins fyrir stjórn Meistarafélags húsasmiða, MFH, í Húsi atvinnulífsins í gær. Það voru þær Þóra Björk Samúelsdóttir, rafvirkjameistari og raftæknifræðingur, og Sóley Rut Jóhannsdóttir, húsgagna- og húsasmiður, sem sáu um kynninguna. Í kjölfarið sköpuðust  umræður meðal annars um skólaheimsóknir Félags fagkvenna þar sem þær vekja athygli grunnskólanema á möguleikum til iðnnáms. Í kjölfarið á kynningunni ákvað stjórn MFH að styrkja starfsemi Félags fagkvenna með fjárframlagi.

Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnisstjóri í menntamálum hjá SI, var einnig á fundinum og upplýsti stjórnarmenn meðal annars um verkefni sem Samtök iðnaðarins eiga aðild að og miða að því að fjölga grunnskólanemum sem velja iðnnám strax að loknum grunnskóla.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Þóra Björk Samúelsdóttir, Sóley Rut Jóhannsdóttir, Kristmundur Eggertsson, Jens Magnús Magnússon, Einar Hauksson, Jón Sigurðsson, formaður MFH, og Jóhanna Vigdís Arnardóttir.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.