Fréttasafn25. okt. 2019 Almennar fréttir Mannvirki Menntun

Meistarafélag húsasmiða styrkir Félag fagkvenna

Fulltrúar úr stjórn Félags fagkvenna kynntu starfsemi félagsins fyrir stjórn Meistarafélags húsasmiða, MFH, í Húsi atvinnulífsins í gær. Það voru þær Þóra Björk Samúelsdóttir, rafvirkjameistari og raftæknifræðingur, og Sóley Rut Jóhannsdóttir, húsgagna- og húsasmiður, sem sáu um kynninguna. Í kjölfarið sköpuðust  umræður meðal annars um skólaheimsóknir Félags fagkvenna þar sem þær vekja athygli grunnskólanema á möguleikum til iðnnáms. Í kjölfarið á kynningunni ákvað stjórn MFH að styrkja starfsemi Félags fagkvenna með fjárframlagi.

Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnisstjóri í menntamálum hjá SI, var einnig á fundinum og upplýsti stjórnarmenn meðal annars um verkefni sem Samtök iðnaðarins eiga aðild að og miða að því að fjölga grunnskólanemum sem velja iðnnám strax að loknum grunnskóla.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Þóra Björk Samúelsdóttir, Sóley Rut Jóhannsdóttir, Kristmundur Eggertsson, Jens Magnús Magnússon, Einar Hauksson, Jón Sigurðsson, formaður MFH, og Jóhanna Vigdís Arnardóttir.