Fréttasafn17. jan. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði fagnaði 50 ára afmæli

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði, MIH, bauð til afmælishófs í tilefni af 50 ára afmæli félagsins síðastliðinn laugardag. Mikill fjöldi félagsmanna og maka mættu til hófsins ásamt stjórnarmönnum Samtaka iðnaðarins, bæjarfulltrúum og bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Ágúst Pétursson, formaður MIH, bauð gesti velkomna og fór yfir farinn veg félagsins. Veislustjóri var Haraldur Þ. Ólason hjá Furu og ávörp fluttu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi. Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði söng fyrir gesti.

MyndMIH3

MyndMIH1

Mynd8

Mynd5_1516197586492

Mynd6_1516197611207
Mynd7

 MyndMIH4