Fréttasafn



10. nóv. 2017 Almennar fréttir Menntun

Menntakerfið þarf nýja hugsun og nýjar áherslur

Það velkist enginn í vafa um að menntakerfið er mikilvægt fyrir gangverk samfélagsins en það er langt frá því að vera eyland og aukið fjármagn í menntakerfið er ekki nauðsynleg forsenda fyrir breytingar, miklu frekar þarf nýja hugsun og nýjar áherslur til að leysa vandann. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, í grein sem hann skrifar í Fréttablaðinu í dag. 

Þar segir jafnframt að það mikilvæga verkefni bíði nýrrar ríkisstjórnar að marka skýra stefnu um það hvernig nemendur á Íslandi verði undirbúnir til að mæta kröfum framtíðarinnar á vinnumarkaðnum. Menntakerfið gegni þeim mikilvæga tilgangi að undirbúa komandi kynslóðir undir störf framtíðarinnar og þurfi að laga sig að breyttum veruleika. Undirbúa þurfi nýjar kynslóðir fyrir störf og starfsumhverfi sem ekki eru þekkt í dag. Hann segir að engan tíma megi missa því ekki viljum við að íslenskir nemendur verði eftirbátar annarra ungmenna né viljum við draga úr samkeppnishæfni Íslands. Í niðurlagi greinarinnar segir að ný hugsun í menntamálum skili sér margfalt til samfélagsins.

Hér er hægt að lesa greinina í heild sinni.