4. jan. 2023 Almennar fréttir Menntun

Menntamorgnar atvinnulífsins aftur af stað

Menntamorgnar atvinnulífsins fara af stað aftur á morgun 5. janúar kl. 9.00 - 10.00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Boðið verður upp á morgunkaffi. Menntamorgnar eru samstarfsverkefni SA og aðildarsamtaka.

Fundurinn ber yfirskriftina Metnaðarfullt fræðslustarf fyrirtækja - lykill að framsæknu atvinnulífi.

Dagskrá

  • Skrautfjöður eða strategískt markmið? Allt um tilnefningar til menntaverðlauna atvinnulífsins – Ásdís Eir Símonardóttir mannauðsstjóri Lucinity og forseti Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi
  • Menntasprotinn okkar – kærkomin viðurkenning og hvatning - Knútur Rafn Ármann eigandi og framkvæmdastjóri Friðheima
  • Menntaverðlaunin komin í hús – við settum okkur markmið – Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa

Fundarstjóri er Kristín Lúðvíksdóttir, sérfræðingur hjá SFF.

Menntamorgunninn er hugsaður sem hvatning fyrir fyrirtæki og upptaktur að Menntadegi atvinnulífsins sem fer fram 14. febrúar nk.

Hér er hægt að skrá sig í mætingu eða í streymi.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.