Fréttasafn



13. feb. 2015 Menntun

Menntastofa Samtaka iðnaðarins

Menntadagur atvinnulífsins 2015 verður haldinn fimmtudaginn 19. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Þar munu  samtök í atvinnulífinu m.a. opna fjölbreyttar menntastofur með áhugaverðri dagskrá. Samtökin kynna áherslur sínar í menntamálum og svara fyrirspurnum. Mikill áhugi er á ráðstefnunni og því vissara að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér sæti. Allir eru velkomnir og er ekkert þátttökugjald. Athugið þó að fjöldi sæta í menntastofurnar er takmarkaður en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Menntastofa Samtaka iðnaðarins

Hvernig kveikjum við áhuga fleiri nemenda?
Getum við leitað á ný mið og jafnað kynjahlutfall?

Dagskrá

12:30   Ávarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns SI

12:40   Paula Lejonkula fer fyrir þróun þekkingar hjá Sænska byggingaiðnaðnum (BI)

  • Paula segir frá verkefni BI um að fjölga iðnnemum í byggingagreinum með því að laða að fleiri stúlkur. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

13:10   Birna Bragadóttir starfsþróunarstjóri hjá Orkuveitunni

  • Birna segir okkur frá reynslu Orkuveitunnar af því að leggja áherslu á jöfn kynjahlutföll þegar auglýst er eftir nemum á samning.

13:20   Þrjú fyrirtæki svara spurningunni hvort og þá hvernig það gæti verið tækifæri fyrir þau að fá fleiri af hinu kyninu sem leið til að fjölga nemendum sem velja iðn- verk- og tæknimenntun.

  • Pétur Veigar Pétursson fræðslustjóri hjá Rio Tinto Alcan í Straumsvík
  • Jón A. Sveinsson hársnyrtimeistari og eigandi Kristu/Quest
  • Magni Helgason mannauðsstjóri hjá ÍAV

Menntastofustjóri: Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri SI

Skráning á www.sa.is