Fréttasafn31. okt. 2017 Almennar fréttir Menntun

Menntun og þjálfun starfsmanna í Alcoa Fjarðaáli til umræðu

Á fundi sem haldinn verður í Húsi atvinnulífsins næstkomandi þriðjudag 7. nóvember munu Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Guðný B. Hauksdóttir, mannauðsstjóri skýra hvernig menntun og þjálfun starfsmanna fyrirtækisins fer fram og hverju þetta skilar starfsmönnum og fyrirtækinu. En Alcoa Fjarðaál er menntafyrirtæki ársins 2017 líkt og kynnt var á Menntadegi atvinnulífsins í febrúar síðastliðnum. Fundurinn sem hefst kl. 8.15 er í hluti af fundaröðinni Menntun og mannauður.

Fundarstjóri er Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA.

Skráning á fundinn er á vef SA.