Fréttasafn



16. feb. 2024 Almennar fréttir Mannvirki

Mentor-fundur YR með stjórnarformanni ÍAV

Yngri ráðgjafar sem er deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga efndu til Mentor-fundar með Sigurði R. Ragnarssyni, stjórnarformanni ÍAV og verkefnastjóra, sem sagði frá vegferð sinni sem verkfræðings í ráðgjöf á fyrri stigum starfsferils síns sem og reynslu sinni sem verktaki sl. 18 ár. Sigurður veitti ungu ráðgjöfunum innsýn inn í hinar ýmsu áskoranir sem hann hefur þurft að mæta og sigrast á í verkefnastjórnun.

Góðar umræður urðu á fundinum um hina ýmsu anga á störfum ráðgjafarverkfræðinga og hvatti Sigurður fundarmenn til að hafa kjark og þor til að hanna og leysa ýmis vandamál sem upp geta komið í vegferð þeirra við ráðgjöf.

Stjórn Yngri ráðgjafa færir Sigurði bestu þakkir fyrir skemmtilega og líflega kynningu sem mun gagnast fundarmönnum vel um ókomin ár í störfum sínum sem ráðgjafaverkfræðingar.

Image00002_1708073447467Sigurður R. Ragnarsson, stjórnarformaður ÍAV og verkefnastjóri. 

Image00001_1708073467912

Image00004_1708073487206

Image00005_1708073505239