Fréttasafn



22. nóv. 2018 Almennar fréttir

Merki um minni vöxt á vinnumarkaði

Í viðskiptahagkerfinu, þ.e. hagkerfinu án hins opinbera, mældist einungis 1,2% fjölgun launþega í ágúst  sem er minnsti vöxtur í fjölda launþega sem mælst hefur síðan í apríl 2011 eða síðan hagkerfið byrjaði að taka við sér í þeirri efnahagsuppsveiflu sem nú virðist vera að líða undir lok. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri greiningu SI sem ber heitið Dregur úr hagvexti. Þar segir jafnframt að eftir efnahagsuppsveiflu síðustu ára séu merki um hægari hagvöxt og þau séu ekki síst sýnileg á vinnumarkaði þar sem dregið hefur úr fjölgun launþega og atvinnulausum hefur fjölgað. Mældist fjölgun launþega þannig 2,1% í ágúst síðastliðnum samanborið við 4,4% á sama tíma í fyrra og 5,0% í ágúst 2016. 


Fjoldi-launthega
Fjoldi-launthega-12-man-breyting
Hagvoxtur-og-fjolgun-starfa
Atvinnuleysi