Fréttasafn



11. nóv. 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

Metár í fjölgun félagsmanna SI

Félagsmönnum Samtaka iðnaðarins hefur fjölgað um vel á annað hundrað það sem af er árinu og stefnir því í metár í nýliðun. Nýir félagsmenn eru boðnir velkomnir í öflugan hóp fyrirtækja í fjölbreyttum iðnaði sem er innan raða SI. Þessi mikla fjölgun félagsmanna Samtaka iðnaðarins á árinu er til marks um þann kraft sem einkennir starfsemina en SI hafa á undanförnum árum unnið að framförum í menntamálum, nýsköpun, uppbyggingu innviða, starfsumhverfi fyrirtækja og orku-, umhverfis- og loftslagsmálum með það að markmiði að Ísland verði í fremstu röð.

Fyrir skömmu sögðu nokkur fyrirtæki sig úr Samtök iðnaðarins og þar með úr Samtökum atvinnulífsins. Þessi fyrirtæki skilgreina sína starfsemi í landbúnaði og hafa nú stofnað Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL). SAFL hafa hvorki aðild að Samtökum iðnaðarins né Samtökum atvinnulífsins. Þessum fyrirtækjum sem og SAFL er óskað velfarnaðar í sínum störfum.

Það er eftirsjá af hverjum félagsmanni sem segir sig úr SI. Þessar úrsagnirnar hafa þó ekki teljandi áhrif á rekstur samtakanna.