Fréttasafn19. des. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Menntun

Metfjöldi með 890 nýsveinum í 32 iðngreinum

Á árinu luku samtals 890 iðnnemar sveinsprófi í samtals 32 iðngreinum en það einn fjölmennasti hópur iðnnema sem hefur lokið sveinsprófi hér á landi frá aldamótum. Þetta kemur fram á vef Nemastofu. Þar segir að nýsveinar í mannvirkjagreinum sé fjölmennasti hópurinn en samtals luku 546 iðnnemar sveinsprófi á árinu, í málmiðingreinum luku 105 sveinsprófi, í bíliðngreinum luku 62 sveinsprófi, í matvæla- og veitingagreinum 76, í snyrtigreinum 76, í prent- og miðlunargreinum samtals 7 og í handverks- og hönnunargreinum samtals 17.

Um 1.000 fyrirtæki bjóða vinnustaðanám

Þá kemur fram á vef Nemastofu að á birtingalista séu nú um 1.000 fyrirtæki sem bjóða iðnnemum vinnustaðanám í samtals 34 iðngreinum. Fyrirtækjum sem bjóða iðnnemum vinnustaðanám hefur fjölgað jafnt og þétt á árinu í öllum iðngreinum. Hér er hægt að sjá hvaða vinnustaðir um er að ræða.