Fréttasafn



9. jan. 2017 Almennar fréttir Menntun

Microbit kynnt á Bett Show í London

Microbit verkefnið sem sett var í gang á síðasta ári verður kynnt á Bett Show 2017 í London 25. janúar næstkomandi. Verkefnið hefur gengið vel en um 90% af nemendum í 6. og 7. bekk hafa nú þegar fengið smátölvur til að forrita. Í kynningunni í London verður greint frá forritunarleik fyrir krakka með heitinu Kóðinn 1.0 sem hófst í október síðastliðnum. Bett Show (the British Educational Training and Technology Show) er árlegur viðburður þar sem sýnt er hvernig nýjasta tækni er notuð í menntun barna.

Microbit verkefnið sem er stærsta einstaka aðgerðin sem ráðist hefur verið í til að efla forritunarkennslu á Íslandi er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Menntamálastofnunar, RÚV, Samtaka iðnaðarins og fyrirtækja sem samtökunum tengjast.

Á vef RÚV eru upplýsingar um forritunarleikana.

Nánar um Bett Show í London.