Fréttasafn10. apr. 2019 Almennar fréttir Framleiðsla

Mikil tækifæri liggja í sérstöðu íslenskra matvæla

Um 100 manns mættu á ráðstefnu Matvælalandsins Íslands sem haldin var í sjöunda sinn í morgun á Hilton Reykjavík Nordica. Fjölmargir frummælendur voru á ráðstefnunni og umræðuefnið fjölbreytt. Á ráðstefnunni kom meðal annars fram hvað Ísland er auðugt með sínar matarauðlindir. Blikur séu á lofti í heiminum, m.a. vegna fólksfjölgunar og þverrandi ræktarlands, sýklalyfjaónæmis og loftslagsbreytinga sem mun hafa mikil áhrif á matvælaframleiðslu á næstu áratugum. Í máli frummælenda kom meðal annars fram að mikil tækifæri liggja í því að kynna sérstöðu íslenskra matvæla og liður í því sé að bæta upplýsingaöflun og mælingar á ýmsum þáttum sem hafa áhrif á ímynd vörunnar og gæði í huga neytenda.

Meðal frummælenda var sérfræðingur frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), Henk Jan Ormel. Þá tók heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, þátt í pallborðsumræðum að loknum erindum frummælenda.

Að samstarfsvettvanginum Matvælalandið Ísland standa Samtök iðnaðarinsBændasamtök ÍslandsMatísÍslandsstofaSamtök ferðaþjónustunnarSamtök fyrirtækja í sjávarútvegiMatarauður Íslands og Háskóli Íslands.

Á Facebook er hægt að skoða fleiri myndir frá ráðstefnunni.

Hér er hægt að nálgast upptökur frá ráðstefnunni.

Radstefna-2019-heilbrigdisradherraSvandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnunni.

Radstefna-2019-salurinn2

Radstefna-2019-salurinn