Fréttasafn8. apr. 2022 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

Mikil tækifæri til að stytta skipulagsferli

Rætt er við Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, sviðsstjóra mannvirkjasviðs SI, í Morgunblaðinu í umfjöllun um samþykktar íbúðalóðir í skipulagi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem tilkynnt hefur verið að séu 14.001. Í umfjölluninni kemur fram að það sé 75% aukning frá 2020 þegar sambærileg talning var síðast gerð en þá hafi íbúðalóðirnar verið 8.002. Jóhanna Klara segir að árið 2020 hafi 16.544 íbúðir verið í deiliskipulagsvinnslu hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. „Nú eru þær margar komnar á skipulag og þess vegna fjölgar þeim íbúðum. Þetta sýnir hvað skipulagsferlið tekur langan tíma. Þar eru gríðarlega mikil tækifæri til að vinna hraðar og stytta skipulagsferlið. Frá því að heimild fæst til uppbyggingar og þar til komin er fullbúin íbúð geta liðið hátt í tvö ár. Tíminn sem líður frá því að deiliskipulag hefst og þar til húsnæði er tilbúið er mjög langur. Við verðum að skipuleggja okkur lengra fram í tímann en gert hefur verið, jafnvel 15-20 ár. Við fögnum hugmyndum innviðaráðuneytisins og stjórnvalda um langtímaáætlun þar sem ríki og sveitarfélög axla saman ábyrgð á þessum málaflokki.“ 

Morgunblaðið, 8. apríl 2022.

Morgunbladid-08-04-2022