Fréttasafn



18. sep. 2019 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Mikill áhugi á fjármögnun grænna verkefna

Fjölmennt var á kynningarfundi um norræna verkefnaútflutningssjóðinn Nopef og norræna umhverfisfjármögnunarfélagið NEFCO sem haldinn var í síðustu viku á vegum Íslandsstofu og Samtaka iðnaðarins í Húsi atvinnulífsins. 

Á fundinum kom fram að íslensk fyrirtæki eiga möguleika á styrkjum og fjármagni til verkefna erlendis sem tengjast umhverfisvænum lausnum. Mikael Reims, framkvæmdastjóri Nopef, fór yfir hlutverk og starfsemi Nopef og Þórhallur Þorsteinsson, fjárfestingarstjóri NEFCO, kynnti félagið. Auk þess sögðu Þorsteinn Ingi Víglundsson hjá Thor Ice Chilling Solutions og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hjá Carbon Recycling International frá verkefnum og reynslu af samstarfi við félögin. 

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast glærur fundarins:

Fundur-um-fjarmognun-graenna-verkefna-12-09-2019-8-

Fundur-um-fjarmognun-graenna-verkefna-12-09-2019-9-.jpeg

Fundur-um-fjarmognun-graenna-verkefna-12-09-2019-2-

Fundur-um-fjarmognun-graenna-verkefna-12-09-2019-3-

Fundur-um-fjarmognun-graenna-verkefna-12-09-2019-5-

Fundur-um-fjarmognun-graenna-verkefna-12-09-2019-4-

Fundur-um-fjarmognun-graenna-verkefna-12-09-2019-6-