Fréttasafn6. okt. 2021 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Mikill áhugi á fræðslufundi SI um útboðsmál

Góð mæting var á rafrænan fræðslufund lögfræðisviðs SI um útboðsmál sem haldinn var fyrir félagsmenn í vikunni þegar rúmlega 30 félagsmenn mættu á fundinn. Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI, sá um fundarstjórn. 

Margrét Lilja Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, hélt erindi um lestur útboðsgagna og fjallaði um innkaupaferlið í heild sinni ásamt því að fara yfir uppsetningu útboðsgagna, hæfiskröfur til bjóðenda og aðrar kröfur sem uppfylla þarf á samningstíma.

Steinunn Pálmadóttir, lögfræðingur hjá SI, hélt erindi um hvað þyrfti að hafa huga kæmi til skoðunar að kæra ákvörðun, athöfn eða athafnaleysi til kærunefndar útboðsmála þar sem sérstök áhersla var lögð á kærufrestinn þ.e. frá hvaða tímamarki skal miða. Hér er hægt að nálgast glærur Steinunnar.

Mynd1_1633531734996

Mynd2_1633531754286