Mikill áhugi á kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð
Vel var mætt á kynningarfund um Tækniþróunarsjóð sem Samtök iðnaðarins, Samtök sprotafyrirtækja og Rannís stóðu fyrir í vikunni. Fundurinn var haldinn í Húsi atvinnulífsins og var einnig í streymi. Svandís Unnur Sigurðardóttir, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, kynnti ólíka styrkjaflokka Tækniþróunarsjóðs og sagði frá umsóknarferlum og frestum. Einnig fór Svandís yfir frádrætti vegna erlendra sérfræðinga. Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, kynnti skattfrádrátt á kostnaði vegna rannsóknar- og þróunarverkefna og fór sérstaklega yfir þau vafaatriði sem fyrirtæki geta staðið frammi fyrir í umsóknarferlinu. Að endingu komu í pontu Íris Baldursdóttir, framkvæmdarstjóri Snerpa Power, og Jón Már Björnsson, framkvæmdarstjóri þróunarsviðs ORF líftæknis, og sögðu frá sinni reynslu af því að sækja í þetta mikilvæga stuðningskerfi.
Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, sá um fundarstjórn.
Á fundinum kom fram að stuðningskerfi líkt og Tækniþróunarsjóður og endurgreiðslur á rannsóknar- og þróunarkostnaði skipta sköpum fyrir starfsumhverfi fyrirtækja í nýsköpun hér á landi, enda fjárfesting ekki bara í nýsköpun heldur störfum, fólki og hagvexti.
Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum:
Svandís Unnur Sigurðardóttir, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís.
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís.
Íris Baldursdóttir, framkvæmdarstjóri Snerpa Power.
Jón Már Björnsson, framkvæmdarstjóri þróunarsviðs ORF líftæknis.
Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI.