Fréttasafn23. nóv. 2018 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Mikill áhugi á loftslagsverkefni SI og Festu

Mikill áhugi er meðal aðildarfyrirtækja Samtaka iðnaðarins á loftslagsverkefni SI og Festu sem endurspeglaðist í góðri mætingu á upphafsfundi verkefnisins sem haldinn var í vikunni. 

Á fundinum sýndi Snjólaug Ólafsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Andrými, Loftslagsmæli Festu, skjal sem er notað til að færa inn upplýsingar þá þætti sem losun er reiknuð út frá, og lýsti fyrir fundarmönnum hvernig best er að hefjast handa. Hér er hægt að nálgast glærur Snjólaugar

Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Ölgerðinni, sagði frá reynslu Ölgerðarinnar af loftslagsmælingum en þar sem starfsemin er mjög yfirgripsmikil fer Ölgerðin þá leið að kaupa þjónustu við að safna gögnum og færa inn í loftslagsskýrslu sína. Hér er hægt að nálgast glærur Ingibjargar.

Erla Tryggvadóttir, starfandi framkvæmdastjóri Festu, stjórnaði umræðum þar sem fyrirtæki skiptust á upplýsingum um hvernig þau sjá fyrir sér að takast á við verkefnið. Í umræðunum komu meðal annars fram hugmyndir um að nota rekavið sem eldsneyti, velja vistvænni farartæki, auka flokkun og draga úr sorpmyndum, breyta sorpi í verðmæt hráefni, velja umhverfisvænni umbúðir, skoða dreifileiðir til að minnka akstur, ábyrg innkaup og bæta nýtingu aðfanga og kolefnisjafna flutning. 

Í lokin voru fundarmenn beðnir að koma með tillögur að umfjöllunarefnum á næstu fundum. Þar voru nefnd atriði eins og leiðir til kolefnisjöfnunar, hvernig opinber stefnumótun getur styrkt fyrirtæki í sinni viðleitni til að draga úr losun, hvernig á að miðla upplýsingum um samfélagsábyrgð til fjárfesta og hringrásarhagkerfið, þ.e. hvernig úrgangur frá einu fyrirtæki getur orðið verðmætt hráefni hjá öðru.

Fundur-Festa-nov-2018-3-Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri hjá SI, stýrði fundinum.

Fundur-Festa-nov-2018-4-Snjólaug Ólafsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Andrými.

Fundur-Festa-nov-2018-5-Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Ölgerðinni.

Fundur-Festa-nov-2018-6-Erla Tryggvadóttir, starfandi framkvæmdastjóri Festu.

Fundur-Festa-nov-2018-2-