Fréttasafn



26. jún. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi Vetnis- og rafeldsneytissamtökin

Mikill áhugi á málstofu um samspil vetnis og vinds

Mikill áhugi var á málstofu um samspil vetnis og vinds sem Vetnis- og rafeldsneytissamtökin, VOR, efndu til en hátt í 40 manns mættu á málstofuna sem fór fram í Húsi atvinnulífsins í gær.  Yfirskrift málstofunnar var Jöfnun slitrótts rafmagns í lokuðu raforkukerfi. Guðný Hjaltadóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviðis SI, stýrði málstofunni.

Fyrsti frummælandi á málstofunni var Auður Nanna Baldvinsdóttir, forstjóri IðunnarH2 og formaður VOR, sem flutti erindi um hagkvæmni í samhliða uppbyggingu vetnis og vinds á Íslandi. Þá tók Magnús Bjarnason, stjórnarformaður Fjarðarorku, við og sagði frá rafeldsneytisframleiðslu í Orkugarði Austurlands. Síðasti frummælandinn var Anna Wartewig, sérfræðingur hjá Qair Ísland H2, sem flutti erindi með yfirskriftinni Intermittency, hydrogen production and balancing. Í lok framsöguerindanna var efnt til umræðna. 

IMG_9475Auður Nanna Baldvinsdóttir, forstjóri IðunnarH2 og formaður VOR.

IMG_9552Magnús Bjarnason, stjórnarformaður Fjarðarorku.

IMG_9601Anna Wartewig, sérfræðingur hjá Qair Ísland H2.

IMG_9469Guðný Hjaltadóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviðis SI. 

IMG_9514

IMG_9620

IMG_9609

IMG_9645

IMG_9547

IMG_9481