Mikill áhugi á rafrænum vinnustaðaskírteinum
Meistaradeild SI hélt sérstakan morgunfund þann 23. október í Húsi atvinnulífsins þar sem kerfið ,,Hver ertu“, þ.e. rafræn vinnustaðaskírteini, var kynnt. Mikill áhugi var á kynningunni og margar góðar spurningar bárust. Kynningin fór einnig fram í streymi.
Að frumkvæði MSI og í nánu samstarfi við Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins var kerfi fyrir rafræn vinnustaðaskírteini unnið. Hugmyndin spratt fram á fundi meistaradeildar SI snemma á árinu og var unnið vel og vandlega að útfærslunni í sumar í nánu samráði við hagaðila. Nú í haust kom lokaafurðin sem aðgengileg er á www.hvertu.is. Skírteinin lenda í síma veskinu líkt og ökuskírteini, og geta leyst hefðbundin plast- og pappírsskírteini af hólmi. Umhverfisvæn lausn og ótakmarkað magn skírteina.
Aðildarfyrirtækjum samtakanna sem stóðu að gerð rafrænu vinnustaða skírteinanna býðst kerfið á sérstökum kjörum.
Kynningin var tekin upp í streymi og hægt er að nálgast hana hér:
https://vimeo.com/1129868085?fl=pl&fe=sh
Aron Bjarnason, Filmís.
Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.

