Fréttasafn17. jan. 2024 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

Mikill áhugi á Svansvottuðum framkvæmdum verktaka

Hátt í 130 manns sátu fund gæðastjóra í byggingariðnaði hjá Samtökum iðnaðarins þar sem fjallað var um Svansvottaðar framkvæmdir út frá reynslu verktaka. Fundurinn var haldinn hjá Iðunni og á Teams.

Sigrún Melax hjá Jáverk fjallaði um reynslu af nýbyggingum og Guðrún Ólafsdóttir hjá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars fjallaði um reynslu af endurbótum. Þær fóru yfir áskoranir, stærstu verkþætti í ferlinu og hvaða lærdóm hefur verið dreginn af reynslunni sem komin er.

Guðrún Lilja Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins, svaraði spurningum úr sal ásamt Sigrúnu og Guðrúnu. Fjölmargar spurningar komu fram þar sem voru meðal annars vangaveltur sem endurspegla aukinn áhuga á Svansvottuðum framkvæmdum. 

Þess má geta að Svanurinn á Íslandi hefur staðið fyrir námskeiðum hjá Iðunni og er næsta námskeið 23.febrúar. 

Hér er hægt að nálgast glærur Sigrúnar.

Hér er hægt að nálgast glærur Guðrúnar.

20240117_084450Sigrún Melax hjá Jáverk.

20240117_090356Guðrún Ólafsdóttir hjá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars.

20240117_093835Sigrún Melax hjá Jáverk, Guðrún Lilja Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins, og Guðrún Ólafsdóttir hjá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars.

20240117_084140

20240117_091614