Fréttasafn



28. maí 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Mikill áhugi á umræðu um rafbílahleðslu

Samtök iðnaðarins og Meistarafélag byggingarmanna á Suðurnesjum efndu til fundar um rafbílahleðslu í hádeginu í gær í Reykjanesbæ. Fundurinn var vel sóttur og mikill áhugi fundarmanna á umræðuefninu sem var hleðsla rafbíla. Á fundinum fluttu erindi Jóhann Ólafsson, fagstjóri rafmagnsöryggissviðs MVS, sem fór yfir hvað þarf að hafa í huga við hleðslu rafbíla, Böðvar Tómasson, verkfræðingur, sem fór yfir leiðbeiningar við rafbílahleðslu og Þórður Aðalsteinsson, sölustjóri Hleðslu, sem sagði frá álagsstýringu í fjölbýlishúsum.

Á morgun kl. 11.30-13.00 verður efnt til sambærilegs fundar í húsnæði Rafmenntar í Stórhöfða 27. Til viðbótar við ofangreind erindi verður hægt að beina fyrirspurnum til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðsins en Einar Bergmann Sveinsson og Vernharð Guðnason munu mæta á fundinn.

Hér er hægt að skrá sig á þann fund. 

Supufundur-27-05-2019-1-