Fréttasafn



12. jan. 2024 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Orka og umhverfi

Mikill áhugi á vinnustofu um vistvænni steypu

Fjölmennt var á vinnustofu um vistvænni steypu sem fór fram í Húsi atvinnulífsins í gær. Á vinnustofunni var rætt um helstu áskoranir og mögulegar lausnir í notkun á vistvænni steypu. Einnig var rætt um breytt hlutverk hagaðila, lífsferilsgreiningar og áhrif þeirra á mannvirkjagerð. 

Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, stýrði vinnustofunni. Guðbjartur Jón Einarsson, byggingarverkfræðingur og verkefnastjóri hjá Landsvirkjun, fjallaði um nýlegan steypukafla byggingarreglugerðar. Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS, fjallaði um hvernig HMS stuðlar að aukinni notkun á vistvænni steypu. Að erindum loknum var efnt til opinnar umræðu til að miðla reynslu og greina frá helstu áskorunum sem fylgja notkun á vistvænni steypu.

20240111_133822Elísa Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.

Mynd5_1705052280988Guðbjartur Jón Einarsson, byggingarverkfræðingur og verkefnastjóri hjá Landsvirkjun.

Mynd6_1705052298813Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS.

Mynd7_1705052426136