Fréttasafn22. feb. 2018 Almennar fréttir

Mikill hugur í fólki á Norðurlandi vestra

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, stýrði málþingi hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem haldinn var í Ljósheimum í Skagafirði í vikunni. Yfirskrift málþingsins var Fjármögnun og fjárfestingar í atvinnulífinu á landsbyggðinni. Framsögumenn voru sex og fjölluðu erindi þeirra meðal annars um fjárfestingar á svæðinu, fjármögnunarmöguleika, fjárfestingar lífeyrissjóða á landsbyggðinni og samstarf Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins á landsbyggðinni. 

Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust góðar umræður. Á fundinum kom skýrt fram að mikill hugur er í fólki á svæðinu og mörg fyrirtæki sem stunda nýsköpun og þróun. Meðal þeirra eru Iceprótín, Pure Natura og ný mysuþurrkunarverksmiðja hjá KS. Af fundinum að dæma er framtíðin björt á Norðurlandi vestra.

Fundur-Skagafirdi-2-feb-2018

Fundur-Skagafirdi-3-feb-2018