Fréttasafn23. maí 2016 Iðnaður og hugverk

Mikilvægi áliðnaðarins

Í gær var birtur pistill um mikilvægi áliðnaðar eftir Sigurð Má Jónsson, þar sem hann fer yfir nokkrar tölur úr áliðnaðinum.

Útflutn­ings­tekj­ur áls námu 237 millj­örðum króna í fyrra. Það eru um 38% af vöru­út­flutn­ingi þjóðar­inn­ar. Þetta kom fram í máli Magnús­ar Þórs Ásmunds­son­ar, stjórn­ar­for­manns Sa­máls, sam­taka álfram­leiðenda, á árs­fundi sam­tak­anna í Kaldalóni í Hörpu á miðvikudaginn.

Alls fluttu ál­ver­in út tæp 860 þúsund tonn af áli og álaf­urðum á síðasta ári. Magnús Þór sagði að inn­lend út­gjöld ál­vera hafi numið um 92 millj­örðum króna á síðasta ári eða rúm­um 250 millj­ón­um á dag, hvern einasta dag ársins.Þrátt fyr­ir lægra ál­verð á síðasta ári hafi út­gjöld­in verið tíu millj­örðum hærri en árið þar á und­an.

Pistilinn í heild sinni má lesa hér