Fréttasafn



6. maí 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Mikilvægt að verði sátt um aðkomu RÚV

Í frétt Kjarnans um ágreining Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) og RÚV er vitnað til orða Sig­ríður Mog­en­sen, sviðs­stjóra hug­verka­sviðs SI, sem hef­ur haldið utan um málið fyrir hönd sam­tak­anna og segir hún að mik­il­vægt sé að kom­ist verði að sátt um það hvernig aðkomu RÚV að fram­leiðslu dag­skrár­efnis sé háttað og að ef fyr­ir­tækið eigi að eign­ast hlut­deild í þeim verk­efnum sem þeir kaupi sýn­ing­ar­rétt­inn að þurfi allir aðilar að kom­ast að sam­komu­lagi um hvernig eignar­hlut­ur­inn skuli reikn­að­ur.

Í inngangi fréttar Kjarnans segir að kvikmyndaframleiðendur telji RÚV reyna að ná til sín endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar með breyttum samningsskilmálum og að RÚV vilji nota hagnað sjálfstæðra framleiðenda af sjónvarpsefni til að fjárfesta í innlendri dagskrárgerð.

Teygi sig í opinbert fjármagn sem er ætlað að styðja við sjálfstæða kvikmyndagerð

Þá kemur fram í fréttinni að aðilar innan kvik­mynda­iðn­að­ar­ins sem Kjarn­inn hafi rætt við segi að RÚV sé ekki ein­ungis að teygja sig í opin­bert fjár­magn sem ætlað sé til að styðja við sjálf­stæða kvik­mynda­gerð, heldur sé fyr­ir­tækið að reyna að fá meira en borga minna. Heim­ildir Kjarn­ans hermi að í að minnsta kosti einu til­viki hafi RÚV farið fram á að eign­ast 40 pró­senta hlut í einu verk­efni þrátt fyrir að greiða ein­göngu fimmtán pró­sent af heild­ar­kostn­aði við fram­leiðslu þess. Slíkur eign­ar­hlutur hleypi á hund­ruðum millj­óna. 

Jafnframt kemur fram að þeir sem Kjarn­inn ræddi við innan kvik­mynda­iðn­að­ar­ins segi að fjár­magnið sem RÚV fái á fjár­lögum hvers árs sé ætlað til kaupa á sýn­ing­ar­rétti en ekki til fjár­fest­ingar í kvik­mynda­gerð. Árið 2018 hafi RÚV fengið rúma fjóra millj­arða af fjár­lögum auk þess að sækja sér yfir tvo millj­arða af aug­lýs­inga­fé. Þetta mikla fjár­magn, auk þess að RÚV hafi skyldu sam­kvæmt lögum til að kaupa inn­lent dag­skrár­efni, geri það að verkum að fyr­ir­tækið sé langstærsti kaup­and­inn að inn­lendu efni.

Á vef Kjarnans er hægt að lesa fréttina í heild sinni.

Hér er hægt að nálgast lögfræðiálit sem unnið var fyrir SI og SÍK.