Fréttasafn



11. apr. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Miklu meira flækjustig hér á landi en á Norðurlöndunum

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi að það sé jafn flókið að byggja hátæknisjúkrahús eða viðamikið mannvirki eins og Hörpu og íbúðarhús hér á landi vegna flókins regluverks og að brýnt sé að einfalda regluverkið til muna. „Það eru ýmsir kerfislægir vandar. Til dæmis er flækjustig við byggingar hér á landi miklu meira heldur en á Norðurlöndunum. Hér þarf 17 skref við þetta ferli á meðan að það þarf 7 í Danmörku, 8 í Svíþjóð og 11 í Noregi.“ Það leiði til þess að því lengra sem byggingaferlið er því meiri sé kostnaðurinn. Hann sagði brýnt að einfalda regluverkið. 

Þá kemur fram í fréttinni að fasteignamarkaðurinn sé í ágætu jafnvægi en of lítið sé byggt af hentugu húsnæði fyrir tekjulága og þá sem eldri eru og vilja minnka við sig. 

Á vef RÚV er hægt að horfa á viðtalið við Sigurð frá mínútu 02:50.