Fréttasafn14. mar. 2019 Almennar fréttir Menntun

Mín framtíð opnuð í Laugardalshöllinni

Mín framtíð opnaði formlega í morgun þegar mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, flutti ávarp í Laugardalshöllinni. Þá fékk forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, leiðsögn um svæðið í Laugardalshöllinni. 

Fræðsluaðilar kynna fjölbreytt námsframboð á framhaldsskólastigi og keppt verður á Íslandsmóti iðn- og verkgreina. Næstu þrjá daga verður boðið upp á ýmsa viðburði, kynningar og ekki síst gefst nemendum tækifæri að prófa, fikta, snerta og smakka. Aðgangur er ókeypis. Á vef Verkiðnar er hægt að sjá dagskrá.

_HE74476

_D4M5855

Verkidn-2019-2-

Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri í menntamálum hjá SI, var í Laugardalshöllinni og hitti þær Erlu Björg og Kristínu Jónu en þær eru í Félagi fagkvenna sem er með bás í Laugardalshöllinni.