Myndi lækka tryggingagjaldið á fyrirtæki
„Ég myndi lækka tryggingagjaldið á fyrirtæki og loka ÁTVR,“ segir Úlfar Biering Valsson, hagfræðingur hjá SI, við spurning Morgunblaðsins hvaða lögum hann myndi koma í gegn á Alþingi ef hann væri fjármálaráðherra í einn dag. Úlfar er spurður fleiri spurninga í sérblaði Morgunblaðsins um skóla, meðal annars er hann spurður af hverju hagfræði sé áhugaverðasta fag í heimi? „Einfaldlega vegna þess að hagfræðin snýst um að gera heiminn að betri stað, ótrúlegt en satt. Hagfræðin er staðsett innan félagsvísinda, enda hverfast fræðin um fólk og samfélög sem eru margslungin og flókin. Markmiðið er því að ná utan um, skilja og leysa þau félagslegu vandamál sem fyrir hendi eru hverju sinni.“
Morgunblaðið, 3. janúar 2022.