Fréttasafn28. maí 2018 Almennar fréttir Menntun

Nær ekkert atvinnuleysi og oft hæstu launin

 

„Það hafa verið fordómar gagnvart iðnmenntun en við verðum að breyta því, þar er til dæmis nær ekkert atvinnuleysi og oft hæstu launin,“ segir Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri í menntamálum hjá Samtökum iðnaðarins í viðtali í Morgunblaðinu um helgina í tilefni þess að hún varð 50 ára. 

Um vinnuna sína segir hún að þetta sé búið að vera skemmtilegt. „Við erum að reyna að efla iðn-, raun- og tæknimenntun, til dæmis að efla forritunaráhuga í grunnskólum landsins, Þetta er mjög fjölbreytt vinna og hún snýst mikið um samskipti, við erum að efla samstarf milli skóla og fyrirtækja um iðn- og tæknimenntun og erum í samvinnu við ýmsa aðila, eins og menntamálaráðuneytið og Nýsköpunarmiðstöð og fleiri og fleiri,“ segir Jóhanna Vigdís í Morgunblaðinu. 

Morgunbladid-26-05-2018

Morgunblaðið, 26. maí 2018.