Fréttasafn12. des. 2017 Almennar fréttir Mannvirki

Nær uppselt á Verk og vit

Sýningarsvæðið á stórsýningunni Verk og vit er nær uppselt nú þegar rétt um þrír mánuðir eru í sýninguna sem fram fer í Laugardalshöllinni en um 90 sýnendur eru þegar skráðir til leiks. Þetta er í fjórða sinn sem sýningin er haldin en hún er tileinkuð byggingariðnaði, skipulagsmálum, mannvirkjagerð og tengdum greinum. Sýningin fer fram dagana 8.-11. mars á næsta ári. 

Framkvæmdaaðili sýningarinnar er AP almannatengsl en samstarfsaðilar eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Reykjavíkurborg, BYKO og Landsbankinn.