Fréttasafn



26. mar. 2019 Almennar fréttir

Námskeið í áhættustjórnun

Staðlaráð stendur fyrir námskeiði um áhættustjórnun með hliðsjón af ISO 31000 fimmtudaginn 11. apríl næstkomandi kl. 8.30-15.30. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki uppbyggingu ISO 31000 og kunni að beita staðlinum við að koma á ramma fyrir áhættustjórnun og gera áhættumat. Leiðbeinandi er Sveinn V. Ólafsson, verkfræðingur.

Áhættustjórnunarstaðallinn ISO 31000:2018 Risk Management – Guidelines inniheldur safn skilgreininga, hugtaka, meginreglna og leiðbeininga fyrir skilvirka áhættustjórnun. Honum má beita fyrir allar tegundir áhættu og í öllum fyrirtækjum. Staðallinn gefur gott yfirlit um ramma og ferli áhættustjórnunar. Innleiðing hans er sniðin að hverju fyrirtæki og þörfum þess. Staðallinn er ekki kröfustaðall heldur hugsaður til að falla að stjórnunarkerfum fyrirtækis sem fyrir eru, eins og til dæmis gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001.

Skráning á vef Staðlaráðs.