Fréttasafn



4. nóv. 2020 Almennar fréttir

Námskeið í innri úttekt ISO 19011

Staðlaráð Íslands stendur fyrir fjarnámskeiði 19. nóvember kl. 12.00-17.00 um innri úttektir með hliðsjón af ISO 19011. Námskeiðið er fyrir fyrir þá sem vilja læra að gera innri úttektir á stjórnunarkerfum eða þurfa að þekkja framgang innri úttekta. Leiðbeinandi er Guðmundur Svanberg Pétursson, ráðgjafi. 

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur skilji til hlítar tilgang og ferli innri úttekta á stjórnunarkerfum með hliðsjón af ISO 19011, geti gert grein fyrir mikilvægustu atriðum slíkra úttekta og séu að loknu námskeiðinu færir um að framkvæma innri úttekt í samvinnu við reyndan úttektarmann.

Á vef Staðlaráðs Íslands er hægt að nálgast frekari upplýsingar og skrá sig á námskeiðið.