Fréttasafn26. sep. 2019 Almennar fréttir Menntun

Námskeið í ISO 9000 gæðastjórnunarstöðlum

Staðlaráð Íslands stendur fyrir námskeiði miðvikudaginn 2. október kl. 8.30-15.30 þar sem markmiðið er að þátttakendur geti gert grein fyrir megináherslum og uppbyggingu kjarnastaðlanna í ISO 9000 röðinni og þekki hvernig hægt er að beita þeim við að koma á og viðhalda gæðastjórnunarkerfi. Auk þess að skýra uppbyggingu staðlanna, notkun og kröfurnar í ISO 9001:2015, verður farið yfir tengsl staðlanna og gæðastjórnunarkerfis samkvæmt ISO 9001. Námskeiðið fer fram hjá Staðlaráði Íslands í Skúlatúni 2.

Þeir sem sækja námskeiðið þurfa að hafa staðalinn ISO 9001:2015 með sér. Einnig er hægt að fá staðalinn lánaðan hjá Staðlaráði meðan á námskeiði stendur. Hámarksfjöldi á námskeiðið eru 14. Leiðbeinandi er Sveinn V. Ólafsson, verkfræðingur. 

Dagskrá

   
08:30 Gæðastjórnun - Tengsl gæðastjórnunarkerfis og ISO 9000
09:10-09:20 hlé
09:20-10:00 Uppbygging og áherslur
10:00-10:20 Kaffi
10:20-11:00 Kröfurnar í ISO 9001
11:00-11:10 hlé
11:10-11:50 Kröfurnar í ISO 9001 framh.
11:50-12:35 Hádegisverður
12:35-13:05 Verkefnavinna
13:05-13:25 Kynning á niðurstöðum verkefna
13:25-13:35 hlé
13:35-14:15 Kröfurnar í ISO 9001 framh.
14:15-14:25 hlé
14:25-15:15 Kröfurnar í ISO 9001 framh.
15:15-15:30 Umræður og samantekt - Námskeiði slitið

 

Á vef Staðlaráðs Íslands er hægt að skrá sig á námskeiðið.