Fréttasafn15. des. 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Menntun Samtök skipaiðnaðarins

Námskeið í trefjaplastsmíði í Fjölbrautaskóla Norðurlands

Fjölbrautaskóli Norðurlands býður námskeið í trefjaplastsmíði á vorönn 2023 í samvinnu við Iðuna, Samtök iðnaðarins og Samgöngustofu. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti að námskeiði loknu unnið sjálfstætt að smíði og viðgerðum á skipum eða öðrum mannvirkjum sem smíðuð eru úr trefjaplasti. Þeir sem hafa lokið slíku námskeiði, hafa sótt nám í grunnteikningu og sem geta lagt fram staðfestingu um fullnægjandi starfstíma við trefjaplastsmíði eiga rétt á að fá viðurkenningu Samgöngustofu sem plastbátasmiður. Bóklegi hluti námsins fer fram í gegnum fjarfundabúnað en verklegi hlutinn fer fram í eina viku í Reykjavík. Umsóknarfrestur rennur út í dag 15. desember.

Umsækjendur skulu hafa náð 25 ára aldri og hafa a.m.k. 12 mánaða reynslu af smíði úr trefjaplasti. 

Á vef Fjölbrautaskóla Norðurlands er hægt að nálgast frekari upplýsingar um námið og sækja um.

Namskeid-i-trefjaplastsmidi