Fréttasafn



30. jan. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Námskeið um CE-merkingar véla

Staðlaráð Íslands heldur námskeið um CE-merkingar véla fyrir hönnuði, framleiðendur og innflytjendur véla og tækja 13. og 14. febrúar næstkomandi. Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur verði færir um að greina hvort vörur falli undir reglugerð um vélar og tæknilegan búnað sbr. vélatilskipun ESB og læri hvernig á að CE-merkja slíkar vörur að undangengnu áhættu- og samræmismati. Leiðbeinendur eru Arngrímur Blöndahl, tæknifræðingur hjá Staðlaráði, og Ágúst Ágústsson, tæknifræðingur hjá Vinnueftirlitinu.

Námskeiðið er haldið hjá Staðlaráði Íslands að Þórunnartúni 2 í Reykjavík eftir hádegi fyrri daginn og fyrir hádegi seinni daginn.

Hér er hægt að sjá dagskrá námskeiðsins og skrá sig.