Fréttasafn5. sep. 2019 Almennar fréttir

Námskeið um jafnlaunastaðalinn ÍST 85 hjá Staðlaráði

Staðlaráð Íslands stendur fyrir námskeiði um jafnlaunastaðalinn ÍST 85 miðvikudaginn 18. september næstkomandi. Námskeiðið sem fer fram í Skúlatúni 2 er ætlað fyrirtækjum og stofnunum sem eru að undirbúa fyrstu skref í innleiðingu jafnlaunastaðalsins og vilja fá yfirsýn yfir uppbyggingu hans og notkun, helstu verkefni framundan og hvernig best er að hefja innleiðingarvegferðina.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki meginatriði og helstu ferla jafnlaunastaðalsins ÍST 85 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar og geti beitt staðlinum við jafnlaunastjórnun og launaákvarðanir. Leiðbeinandi er Anna Beta Gísladóttir, verkfræðingur.  

Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um námskeiðið.

Skráning fer fram á vef Staðlaráðs.