Fréttasafn



22. okt. 2020 Almennar fréttir Mannvirki

Námskeið um neyðarlýsingarstaðla

Staðlaráð Íslands stendur fyrir fjarnámskeiði fimmtudaginn 29. október með yfirskriftinni Neyðarlýsingarkerfi - Staðlar sem öflug verkfæri. Námskeiðið er ætlað fyrir hönnuði brunakerfa, lýsingarhönnuði, raflagnahönnuði, arkitekta, innanhússarkitekta, verkfræðinga, rafvirkja, úttektaraðila og viðhaldsmenn neyðarlýsingarkerfa. Leiðbeinandi er Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, lýsingarhönnuður og formaður Ljóstæknifélags Íslands. 

Markmið námskeiðsins er að þáttakendur þekki helstu neyðarlýsingarstaðla og geti notfært sér þá við hönnun, uppsetningu, úttekt og viðhald á neyðarlýsingarkerfum.

Á vef Staðlaráðs er hægt að nálgast frekari upplýsingar og skrá sig.