Fréttasafn23. okt. 2019 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Náttúrunni er sama í hvaða flokki fólk stendur

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, tók þátt í umræðum um umhverfis- og loftslagsmál á landsfundi Vinstri grænna sem haldinn var um síðustu helgi. Guðrún sagði meðal annars mikilvægt að stjórnvöld og atvinnulíf sameinuðust í að finna lausnir við þessari miklu áskorun sem loftslagsvandinn væri. Hún sagði málefnið vera þess eðlis að lítið þýddi að fara í pólitískar skotgrafir, náttúrunni væri sama um í hvaða flokki fólk stæði heldur þyrfti sameiginlega að leita allra leiða til að minnka útblástur til að ná fram metnaðarfullum markmiðum í samræmi við Parísarsáttmálann. Guðrún sagði að atvinnulífið ætlaði ekki að láta sitt eftir liggja.