Fréttasafn12. maí 2022 Almennar fréttir Ár grænnar iðnbyltingar Orka og umhverfi

Nefco veitir styrki til umhverfisvænna verkefna

Íslandsstofa, Grænvangur, Nefco og Samtök iðnaðarins stóðu fyrir kynningarfundi um Nefco - The Nordic Green Bank 11. maí í Húsi atvinnulífsins. Á fundinum kom fram að alþjóðlega fjármálastofnunin Nefco veitir styrki og fjármagn til verkefna sem tengjast umhverfisvænni tækni og grænum lausnum. Einnig kom fram að öll verkefni sem Nefco kemur að verði að skila umhverfisvænum ávinningi. Þá voru fulltrúar tveggja íslenskra fyrirtæki sem sögðu frá reynslu af samstarfi við Nefco. 

Frá Nefco komu Þórhallur Þorsteinsson og Søren Rasmussen sem kynntu starfsemina. Reynslusögum deildu Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hjá Brunnur Ventures og Guðmundur Sigþórsson hjá D-tech ehf. Fundarstjóri var Birta Kristín Helgadóttir hjá Grænvangi.

Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um Nefco.

Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum.

20220511_090623Þórhallur Þorsteinsson hjá Nefco.

20220511_091700Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hjá Brunnur Ventures.

20220511_092623Søren Rasmussen hjá Nefco.

20220511_094534Guðmundur Sigþórsson hjá D-tech.

20220511_095742Birta Kristín Helgadóttir hjá Grænvangi.

20220511_100741
20220511_095825