Fréttasafn



27. sep. 2021 Almennar fréttir Mannvirki Menntun

Nemar í meistaranámi rafvirkja fá spjaldtölvur frá SART og RSÍ

Nemar í meistaranámi rafvirkja fengu nýverið afhentar spjaldtölvur frá Samtökum rafverktaka, SART, og Rafiðnaðarsambandi Íslands, RSÍ. Afhendingin fór fram í húsakynnum Rafmenntar.

Frá árinu 2016 hafa SART og RSÍ gefið liðlega 3.000 spjaldtölvur til nema sem hefja nám í rafiðngreinum um land allt og í ár var ákveðið að útvíkka verkefnið þannig að það nái einnig til nema í rafiðngreinum við meistaraskólann. 

Á myndinni eru nemendurnir sem fengu spjaldtölvu gefins. Einnig eru á myndinni, lengst til hægri, Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART, og Bára Halldórsdóttir, verkefnisstjóri Rafbókar hjá Rafmennt. Þá er Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður RSÍ, lengst til vinstri á myndinni.