Fréttasafn



8. apr. 2022 Almennar fréttir Menntun

Nemastofa atvinnulífsins tengir saman nemendur og meistara

Rætt er við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, í kvöldfréttum RÚV um nýstofnaða Nemastofu atvinnulífsins sem á að tvöfalda fjölda þeirra fyrirtækja og iðnmeistara sem taka til sín nema. Með Nemastofu atvinnulífsins á að einfalda og bæta aðgengi iðnnema að starfsnámi. Með henni verður leitin að vinnustað til að læra við færð úr höndum iðnnema. Í frétt RÚV kemur fram að framkvæmdastjóra SI teljist til að hér á landi vanti þúsundir iðnmenntaðra. „Þau þurfa þá ekki að bera ábyrgð á því að komast á samning heldur eru það skólinn og skólarnir og þá Nemastofa sem tengir saman nemendur og meistara.“ 

Það kemur fram í fréttinni að ljóst liggi fyrir að skortur sé á iðnmenntuðu fólki hér á landi. „Við höfum kannski ekki tölur um það en við vitum að það vantar sennilega þúsundir til starfa og í rauninni er Ísland eftirbátur annarra landa þegar kemur að hlutfalli þeirra sem eru iðnmenntaðir á vinnumarkaði.“

RÚV kvöldfréttir / RÚV  vefur, 5. apríl 2022.

RUV-05-04-2022_1649425630971