Fréttasafn



18. jan. 2023 Almennar fréttir Menntun

Nemastofa með fjarnám í þjálfun og kennslu á vinnustað

Nemastofa stendur fyrir námskeiðinu Þjálfun og kennsla á vinnustað fyrir félagsmenn SI. Um er að ræða fjarnám mánudaginn 23. og fimmtudaginn 26. janúar kl. 9-12.

Frítt fyrir félagsmenn og aðildarfyrirtæki SI.

Á námskeiðinu er farið yfir hagnýtar aðferðir sem tengist þjálfun nema á vinnustað. Fjallað er um hlutverk þjálfara á vinnustað, að vera fyrirmynd, um samskipti á vinnustað, um stjórnun og markmiðasetningu sem aðferð til að ná árangri, að meta frammistöðu nema o.s.frv.

Nemastofa atvinnulífsins er í jafnri eigu Iðunnar og Rafmenntar fyrir hönd fyrirtækja og félagsmanna sem standa að viðkomandi félögum.

Hér er nánari kynning á Facebook Nemastofu.

Hér er hægt að skrá sig.