Fréttasafn



27. okt. 2015 Gæðastjórnun

N.Hansen hlýtur D-vottun

N.Hansen ehf. hefur hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins.

N.Hansen ehf. vélaverkstæði var stofnað árið 2006 af bræðrunum Inga Arnvið Hansen og Gunnari Má Hansen. Fyrirtækið sérhæfir sig í nýsmíði, viðhaldi og viðgerðum í sjávarútvegi. Hjá fyrirtækinu starfa 6 manns með víðtæka reynslu í faginu. Fyrirtækið er staðsett á Akureyri en starfsemi þess fer fram víða um land og erlendis þegar þörf er á.