Fréttasafn



28. apr. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Orka og umhverfi

Niðurstöður vinnustofu um hringrás í byggingariðnaði

Um fjörutíu aðilar úr virðiskeðju byggingariðnaðarins tóku nýlega þátt í vinnustofu um innleiðingu hringrásarhagkerfis í byggingariðnaði sem nefnd hefur verið Hringborð hringrásar. Meðal þátttakanda var Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, sem var fulltrúi SI.

Í grein sem birt hefur verið á Vísi með yfirskriftinni Ekki eftir neinu að bíða kemur fram að niðurstaða vinnustofunnar sé skýr: Ísland standi nágrannaþjóðum að baki þegar komi að innleiðingu hringrásar í byggingariðnaði og mikilvægt að hafist verði handa hið fyrsta.

Hér er hægt að nálgast greinina á Vísi en höfundar hennar eru Áróra Árnadóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar, Gerður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, og Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá Eflu. 

Vinnustofan Hringborð Hringrásar og opin stefnumót hafa það að markmiði að tengja saman ólíka fag- og hagaðila í samtal um nauðsynlegar breytingar og eru skipulögð af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Arkitektafélagi Íslands, Grænni byggð, EFLU verkfræðistofu, og Hornsteini ehf. í samstarfi við FSRE, Reykjavíkurborg og Samtök iðnaðarins. Verkefnið Hringborð hringrásar er unnið með stuðningi frá Aski Mannvirkjarannsóknarsjóði á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Teikning: Halldór Björnsson.

Niðurstöður vinnustofunnar

Nidurstodur-vinnustofu-april-2023