Fréttasafn6. des. 2023 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

NLSH kynnir stöðu framkvæmda og framkvæmdaverkefni

Nýr Landspítali, NLSH, býður til Markaðsmorguns miðvikudaginn 13. desember á Grand Hótel Reykjavík kl. 8.30-10.30.

Í upphafi fundarins verða flutt nokkur örerindi og í kjölfarið verða lykilstarfsmenn NLSH boðnir og búnir til að ræða við fundarmenn og svara fyrirspurnum um verkefni NLSH.

Áherslan verður á:

  • Stöðu framkvæmda NLSH
  • Helstu framkvæmdaverkefni á NLSH á næstunni og innkaupaverkefni þeim tengd

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.