Fréttasafn



16. ágú. 2024 Almennar fréttir Mannvirki Málarameistarafélagið Menntun

Norðurlandakeppni í málun

Rætt er við Kristján Aðalsteinsson, formann Málarameistarafélagsins, og Hildi Magnúsdóttur Eirúnardóttur, nema í málaraiðn í Tækniskólanum, í fréttum RÚV um Norðurlandakeppni í málaraiðn sem fer fram í ráðhúsi Reykjavíkur. Þar keppa fulltrúar frá Norðurlöndunum fimm. „Þau keppa hérna um að verða Norðurlandameistari í málun, þau fá gefið verkefni fyrirframgefið, en það er frjálst hvernig þau útsetja það,“ segir Kristján. Í fréttinni kemur fram að fjórir af fimm keppendum séu konur. Kristján segir að kynjahlutfallið í Svíþjóð, Danmörku og Noregi sé nánast jafnt. „Því miður erum við ekki komin svo langt á Íslandi. Þó við séum með íslenska konu sem keppanda þá eru eingöngu 5-10% konur í málarastéttinni. Mætti vera mun meiraþ“ 

„Nú er ég að setja stensil fyrir neðan lógó sem ég er búin að stækka upp og mála, handgert. Svo er ég að lakka hérna hurð í tveimur litum, svo er frjáls veggur hér og svo kemur veggfóður báðum megin við hurðina,“ segir Hildur sem útskrifast um jólin með stúdentspróf og sveinspróf frá Tækniskólanum. „Ég er með smá þema. Það er svona íslenskt, gamalt, þetta er allt svona muskað brúnt. Það þurfa bara fleiri stelpur að skrá sig, þetta er gaman sko.“ 

RÚV, 15. ágúst 2024.

RUV-15-08-2024_2Kristján Aðalsteinsson, formaður Málarameistarafélagsins.

Hildi Magnúsdóttur Eirúnardóttur, keppandi.